Miðvikudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20:00, verður veiðisvæðakynning í félagsheimili okkar Árósum.

Leigutaki Fossár í Þjórsárdal mætir og spjallar um vatnsfallið í máli og myndum, greinir frá vænlegum veiðistöðum og hvernig eigi að bera sig fram við veiðarnar.
Fossá er krefjandi á þar sem nokkuð er af bleikju og vænum urriða upp á efra svæði sem og lax og sjóbirting fyrir neðan Hjálparfoss.
Ármenn munu bjóða upp á leyfi í ánni í veiðileyfaframboði næsta árs þannig að þeir sem hafa áhuga ættu að nýta sér þetta kvöld til að afla sér fróðleiks.
Einn Ármaður mun síðan detta á bólakaf í veiðileyfalukkuhylinn.

+ Kökur, kaffi og kannski te.

Minnum einnig á votflugu- og léttpúpuhnýtingar sem verður þema næsta Skeggs og skotts 5. des.
Nú er starfið hjá okkur að hefjast að fullu og annaðkvöld, miðvikudagskvöldið 23. nóvember 2016, verður ÁRVÍK hf. með fróðleikstengda vörukynningu á vörum til stangveiði í ÁRÓSUM, húsakynnum Ármanna í Dugguvogi 13. Húsið opnar kl. 20:00.

Við komuna verða gestir skráðir þátttakendur í happdrætti sem fer fram í lok kynningarinnar. Fyrstu verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 30.000 en önnur verðlaun eru gjafabréf að fjárhæð kr. 15.000. Einnig verða ýmsar vörur úr kynningunni verðlaun í happdrættinu.

Þess er vænst að gestir taki þátt í kynningunni með umræðum og fyrirspurnum. Í lok kynningar verða kaffiveitingar.
Nś er komiš aš žvķ aš vetrarstarf okkar Įrmanna hefjst og er žaš Skegg og skott sem į leikinn. Kaffivélin veršur ķ gangi frį kl 20 og eitthvaš frameftir og eflaust verša einhverjar kexkökur žar lķka. Skegg og skott veršur sķšan įvallt į mįnudagskvöldum kl 20 lķkt og įšur og bśast mį viš żmsum hnżtingaržemum og gestahnżturum. Endilega dragiš įhugasama hnżtara meš ykkur en allir dagskrįrlišir okkar eru opnir öllum. Nįnari vetrardagskrį veršur send śt mjög svo fljótlega.
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.VF2016

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 29 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Eyrarvatni, Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna á plakati LS um Veiðidag fjölskyldunnar og á heimasíðu LS http://www.landssambandid.is/
4.6.2016 - Verndarfélags Svartįr og Sušurįr ķ Bįršardal
15.4.2016 - Vorblót 2016 og Hlķšarvatnshreinsun
Fleiri fréttir
Įrmenn │ Dugguvogi 13 │ 104 Reykjavķk │ Sķmi 568 6051 │