Vorblót

Einn ótal kosta þess að vera félagsmaður í Ármönnum eru árvissar samkomur félagsmanna sem haldnar eru. Það hefur verið til siðs á undanförnum árum að fagna vorkomu með ættingjum og vinum í Árósum, félagsheimil Ármanna, síðla í apríl.

Að vanda var vorblótið glæsilegt þetta árið og fjöldi félagsmanna mætti með maka og ungviði og gerði sér að góðu glæsilegar veitingar og freistuðu gæfunnar í happadrætti félagsins sem var einstaklega veglegt að þessu sinni, þökk sé öllum styrktaraðilum félagsins sem og félögum sem hnýtt hafa flugur til vinninga s.l. vetur.

Stjórn og húsnefnd Ármanna færir öllum gestum og styrktaraðilum þakkir fyrir einstaklega vel heppnað vorblót.