Hlíðarvatn

Eftir heldur rysjótta fyrstu daga vertíðar í Hlíðarvatni hefur heldur ræst úr og nú berast fregnir af vænum fiskum úr vatninu á hefðbundnum og óhefðbundnum stöðum. Réttarnesið hefur verið að gefa ásamt Mosatanga og Stakkavík. Minna þekktir staðir við útfallið hafa að sögn verið að koma sterkir inn og þar hafa veiðimenn verið að setja í birting og nokkuð vænar bleikjur.

Ritstjórn vefsins biðlar til Ármanna að setja myndir og upplýsingar inn á Facebook síðu félagsmanna eða senda hvoru tveggja með tölvupósti á armenn@armenn.is Vefurinn hefur notið stóraukinnar aðsóknar eftir að hann var endurnýjaður fyrir stuttu og við viljum gjarnan uppfæra hann eins oft og kostur er með myndum og frásögnum af aflabrögðum úr Hlíðarvatni.