Takk fyrir komuna

Stjórn og Hlíðarvatnsnefnd Ármanna vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem heimsóttu félagið í dag, Hlíðarvatnsdaginn 2017 í Selvoginum.

Gestir gerðu sér að góðu kaffi og pönnukökur og grillaðar pylsur og reyndu sig í þeirri dásamlegu list að fá Hlíðarvatnsbleikjur til að taka agn veiðimanna. Alls voru skráðar 9 bleikjur í veiðibók Ármanna í dag og var það nokkuð í takt við veiði dagsins almennt. Hún getur verið dyntótt blessunin í Hlíðarvatni.

Enn og aftur, kærar þakkir fyrir að heimsækja félagið í dag, þetta var frábær dagur í blíðunni í Selvoginum.