Lokakvöld á Klambratúni 12. júní

Síðasta Kast og kjaftæði ársins verður haldið á Klambratúni, mánudagskvöldið 12. júní kl.20:00  Þema kvöldsins verður Nákvæmni og ætla félagsmenn að leggja áherslu á styttri köst og nákvæmari.

Þar sem flestir félagsmenn eru nú komnir með hugann við veiði, þá verður þetta síðasta skipulagða kvöldið þetta sumar. Að gefnu tilefni viljum við minna á Framvatnaferðin 24. og 25. júní, skráning er þegar í gangi og því miður eru enn allt of mörg laus legupláss í skálanum sem tekin hefur verið frá fyrir okkur. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig, líka þeir sem ekki hyggjast gista í skálanum eða aðeins gera sér dagsferð í Framvötnin þessa daga.