Opið hús 25. október

Vetrarstarf Ármanna hefst með opnu húsi 25. október kl.20:00 í Árósum, Dugguvogi 13.

Dagskrá fyrri hluta vetrar verður kynnt og nokkrum vel völdum veiðimyndum frá liðnu sumri verður leyft að rúlla yfir skjáinn á meðan félagsmenn stinga saman nefjum yfir rjúkandi kaffibolla og meðlæti að hætti hússins.

Nýir félagsmenn eru sérstaklega boðnir velkomnir.