Skegg og skott, 30. október

Fyrsta Skegg og skott vetrarins, 30. október kl.20:00

Nú er biðin alveg að enda, fyrsta hnýtingarkvöld Ármanna þennan vetur verður haldið 30. október kl.20:00 í félagsheimilinu okkar, Árósum, Dugguvogi 13.

Heyrst hefur að félagsmenn sem prófuðu eitthvað annað en Peacock á liðnu sumri ætli að rekja raunir sínar og leggja á ráðin um nýjar flugur fyrir næstu vertíð.

Annars verður þema kvöldsins að koma hnýtingargræjunum í stand, smyrja það sem þarf að smyrja, taka til í hnýtingardótinu og skrifa niður innkaupalista.