Verndarfélag Svartár og Suðurár

Verndarfélag Svartár og Suðurár – samráðsfundur þriðjudaginn 10. október kl. 20:00.

Svartá

Verndarfélag Svartár og Suðurár boðar til samráðsfundar um viðbrögð við frummatsskýrslu um umhverfisáhrif af Svartárvirkjun, þriðjudaginn 10. október kl. 20:00 í Árósum, félagsheimili Ármanna að Dugguvogi 13.

Fundarefni: Viðbrögð við frummatsskýrslu um umhverfisáhrif af Svartárvirkjun, sem liggur frammi til kynningar á vefsíðu Skipulagsstofnunar, sjá hér. Kynningartími stendur frá 9. september til 23. október 2017.
Á fundinum verður farið yfir hvaða máli þessi skýrsla skiptir í framkvæmdaferlinu og hvernig náttúruverndarfólk getur brugðist við henni með málefnalegum athugasemdum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skýrsluna, ýmis önnur gögn og fréttir um Svartá má finna á fésbókarsíðu Verndarfélagsins.