Veiðimannamessa 29.október

Sunnudaginn 29. október 2017 verður árleg Veiðimannamessa í Strandarkirkju í Selvogi. Séra Baldur Kristjánsson predikar. Um árabil hafa veiðimenn og vinir Hlíðarvatns í Selvogi mætt til messu og fært þakkir sínar fyrir liðið sumar við vatnið og verður svo einnig á sunnudaginn.

Meðfylgjandi mynd er af tveimur landsþekktum Ármönnum á tröppum Strandarkirkju. Ósagt skal látið hvort þeir hafi hringt í almættið til að færa þakkir við þetta tilefni, en eitt er víst, þessir tveir hafa getað þakkað fyrir margar góðar stundir við Hlíðarvatn á liðnum árum.