Ráðstefna Hafró og Matís

Hafrannsóknastofnun og Matís standa fyrir ráðstefnunni Arctic char: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management dagana 31. október til 1. nóvember nk.

Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 1. hæð og er þátttökugjald 10.000,- kr.

Eins og kunnugt er þá verða norðlægar slóðir fyrir mestum áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem eru hafnar og verða á næstu árum og áratugum. Bleikjan okkar er heimskautafiskur og samhliða þeirri hlýnun sem hefur orðið hefur hún þegar tekið sig upp frá syðstu búsvæðum sínum og leitar sífellt norðar. Ef fram fer sem horfir mun bleikjan því hverfa frá Íslandi og því mikilvægt að fylgjast vel með framvindunni og kortleggja þau tækifæri sem okkur gefast til að sporna við þessari þróun og þær áhættur sem þessi þróun hefur í för með sér.

Á ráðstefnu þessari munu Norrænir sérfræðingar úr ýmsum greinum koma sama, leggja bækur sínar og plögg á borð í þeirri von að fram náist skýrari mynd af ástandi mála og því sem mögulegar er hægt að gera til að spyrna við hraðari hlýnun. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna má finna á vef Matís.