Opið hús 1.nóv.

Opið hús í Árósum – 1. nóvember

Opið hús verður í Árósum, miðvikudagskvöldið 1. nóvember. Til stendur að kíkja í bókahillur félagsins og hver veit nema húsnefnd velji eina eða fleiri bækur til upplestrar. Félagsmenn sem áhuga hafa á að lesa úr sinni uppáhalds bók eru hvattir til að mæta, sér og öðrum til skemmtunar. Aðrir eru hvattir til að mæta og kynna sér þær bækur sem bókahillurnar geyma.

Eins og venjulega verður heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum.