Skegg og skott 6.nóv.

Eins og flest alla mánudaga í vetur munu Ármenn hittast í Árósum og hnýta flugur og skeggræða þær, mánudaginn 6. nóvember kl.20:00

Rétt er að vekja sérstaka athygli á að Skegg og skott eru tilvalið tækifæri fyrir áhugamenn um hnýtingar og þá sem vilja prófa, að koma við í Árósum og grípa í hnýtingar, njóta leiðsagnar reyndra hnýtara eða einfaldlega fylgjast með og njóta.

Alltaf eitthvað kex á boðstólum og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi.