Frágangur og umhirða

Frágangur og umhirða veiðigræja í Árósum, miðvikudaginn 8.nóvember kl.20:00

Á opnu húsi í Árósum, miðvikudaginn 8. nóvember munu valinkunnir félagar segja frá því hvernig þeir haga frágangi veiðigræja sinna eftir sumarvertíðina. Eins og Ármanna er von og vísa munu fundarmenn eflaust tjá sig, spyrja og spjalla um málið þannig að við getum átt von á fjörugu og fræðandi kvöldi í Árósum, Dugguvogi 13.

Ef vel er farið að húsnefnd má vænta rjúkandi kaffis og í það minnsta fjögurra tegunda af gæðakexi.