Allt í flækju

 

Eins og veiðimennirnir eru margir eru þeir misjafnir. Því miður finnast þeir enn sem klippa girni og leyfa því að liggja þar sem það lendir. Ármenn eru náttúrulegar annálaðir snyrtipinnar og í siðarreglum okkar segir; Ármaður virðir: Íþrótt, bráð, land og annan mann. Að sjálfsögðu fellst í þessu að Ármenn skilja einungis eftir sig sporin sín og taka með sér alla girnisstubba og annað rusl af veiðislóð.

Nú leitum við eftir myndum af lausnum félagsmanna til að geyma afgangsgirni og annað tilfallandi rusl. Hér má sjá nokkrar lausnir úr vöðlum stjórnarmanna. Félagsmenn eru hvattir til að senda ritstjórn myndir af sínum útfærslum á armenn@armenn.is