Vörukynning JOAKIM’S

Miðvikudaginn 15. nóvember kl.20 í Árósum

JOAKIM’S er búið að vera Ármönnum þekkt merki í um 16 ár en fyrst byrjaði Jón að kynna okkur stangir. Síðan hjól, og svo línur og svo bættust við tól og önnur tæki, bæði til veiða og einnig fyrir hnýtingar.
Margir Ármenn kannast við stangirnar hvort sem þær hafa verið keyptar reddí beint á bakkann eða strípaðar til stangarsmíða eftir dyntum og duttlungum sérvisku veiðimannsins.

Það verður eflaust hægt að kaupa eitthvað hjá kallinum á kynningunni en annars er æðislega vinalegt að koma við í Garðabænum hjá honum og ræða endalaust um Veiðivatnaveiði og fleira.