Skemmtilegt miðvikudagskvöld í Árósum

Góð mæting var á vörukynningu JOAKIM’S í Árósum á miðvikudagskvöldinu og mikill áhugi var á ferð félagsins til Skotlands í vor.

Mikið var af nýjum og spennandi vörum frá JOAKIM’S og flugu vörurnar bókstaflega af rekkunum niður í vasa gesta.

Almennt var gerður góður rómur að stuttri kynningu á Skotlandsferð Ármanna og eru áhugasamir félagar hvattir til þess að skrá sig sem fyrst í ferðina hér á síðunni.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kvöldinu.