Veiðivörukynning Árvíkur

Miðvikudagskvöldið 29. nóvember  verður hjá okkur vörukynning og veiðispjall.

Árni Árnason í Árvík mætir og kynnir fyrir okkur góðar og nytsamlegar veiðivörur sem Árvík hefur upp á að bjóða en ma. eru þar merki á við Scott, Marryat, Kamasan, Fishpond, Loon, Frog Hair, Hatch, Griffin, C&F Design, Aquaz, ARC fishing, Stonfo og svo miklu miklu meira.

Endilega kíkið inn á www.arvik.is og skoðið hvað er í boði og ef einhverjar spurningar vakna um vörurnar eða hvernig eigi að haga kaupum þá er mun Árni svara þeim.

Árni lumar síðan á happdrætti og einnig verður tilboð til þátttakenda en það upplýsist ekki fyrr en á kynningunni. Málið er einfalt, ef þú mætir þá áttu séns á auka jólagjöf.
Þess má geta að Ármenn njóta 10% afsláttar hjá Árvík.