Aðildarumsókn

Árgjald fyrir starfsárið 2018 er 10.000 kr. og greiðist við samþykkt umsóknar. Við samþykkt umsóknar er krafa stofnuð í heimabanka eða umsækjandi getur millifært á reikning félagsins sem er 0111-26-501108 og kennitalan er 641176-0289.

Innifalið í félagsgjaldi er sumarveiði í vötnunum að Fjallabaki og aðgangur að öllum hnýtingar-, fræðslu- og kynningarkvöldum Ármanna yfir vetrarmánuðina. Jafnframt býðst félagsmönnum afsláttur af veiðileyfum í Hlíðarvatni í Selvogi í forsölu og á veiðitímanum, sem og ýmis afsláttarkjör í veiði- og útivistarverslunum gegn framvísun félagsskírteinis.

Ef þörf er á nánari upplýsingum þá er best að senda tölvupóst á armenn hjá armenn.is.

Börn, yngri en 18 ára, makar fullgildra félagsmanna og þeir sem eru 65 ára og eldri geta gerst félagar og greiða þá hálft árgjald.

Muna svo bara að kynna sér siðareglur Ármanna og væntanlega viðburði.