Fróðlegur miðvikudagur

Það var fróðlegt kvöld í Árósum þegar Árni Árnason í Árvík heimsótti Ármenn og kynnti vöruúrval sitt.

Eins og venjulega kennir margra grasa í vöruúrvali Árvíkur fyrir flugu- og stangveiðimenn. Að vonum vöktu vandaðar vörur til fluguhnýtinga áhuga margra, rétt eins og Scott stangir fyrirtækisins sem og einstaklega vandaðar töskur frá Fishpond.

Að venju leysti Árvík tvo gesti kynningarinnar út með veglegum gjafabréfum sem eflaust koma sér vel þegar þeir heimsækja vefverslun Árvíkur eða kíkja við hjá þeim að Garðatorgi 3 í Garðabæ.

Ármenn þakka kærlega fyrir ánægjulegt kvöld með Árvík í Árósum.