Stubbabox

Fyrir skömmu auglýstum við eftir myndum af tólum og boxum sem Ármenn nota fyrir girnisafklippur og annað rusl sem til fellur á veiðistað. Þeir eru enn til sem nota tóbak og þá þarf auðvitað að gera ráð fyrir hirslu fyrir stubbana.

Einn félagi okkar lumaði á þessu boxi sem greinilega á ættir sínar að rekja til ÁTVR. Haganlegt box fyrir stubba þannig að ekkert verði nú eftir á bakkanum nema sporin ein, rétt eins og Ármanna er von og vísa.