Árgjald 2018

Helsta tekjulind Ármanna og forsenda fyrir öflugu starfi eru árgjöld félagsmanna. Árgjaldið er ákveðið á aðalfundi hverju sinni og er kr. 10.000 fyrir árið 2018.

Við ætlum að taka upp nýja siði við innheimtu árgjalda fyrir 2018. Þetta er gert til að auðvelda alla vinnu, bæði fyrir félagsmenn og stjórnarmenn, auk þess sem þetta sparar félaginu talsverðan pening.

Breytingarnar eru:

  • Greiðslubeiðni fyrir árgjaldi mun birtast í heimabanka félagsmanna núna í desember með eindaga 10. janúar 2018.
  • Ekki verður sendur reikningur í pósti líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þeir sem vilja fá reikning geta nálgast hann í Árósum frá og með 10. janúar á þeim tíma sem dagskrá er í húsinu.
  • Þeir sem vilja greiða árgjaldið með seðlum geta gert það í Árósum á þeim tímum sem starfsemi er í húsinu.

Eindagi er valinn með tilliti til skila á veiðileyfasumsóknum. Í samræmi við 17. grein laga Ármanna munu einungis skuldlausir félagsmenn fá úthlutað veiðileyfi, þannig að það er aðkallandi að þeir sem sækja um leyfi gangi frá árgjaldi á réttum tíma!

Með þessari færslu er mynd af flugu sem heitir „Lunch Money“ sem ku vera vinsæl í Texas. Sennilega er hún því stór, því allt er stórt í Texas.

Stjórnin