Aðventukvöld Ármanna

Aðventukvöld Ármanna, miðvikudaginn 6. des. kl.20:00 í Árósum

Það er árlegur viðburður að Ármenn hittist yfir rjúkandi súkkulaðibolla, gæða sér á smákökum og randalín í aðdraganda jóla.

Sú hefð hefur skapast á aðventukvöldum Ármanna að kynntar séu veiði- eða veiðitengdar bækur sem út koma fyrir hver jól, en nú ber svo við að bókaútgáfa fyrir þessi jól er heldur fátækleg þegar kemur að slíkum bókum. Örvæntið þó eigi, því í sumar sem leið kom út mikið rit Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún Veiðivötn á Landmannaafrétti og að þessu sinni ætlum við að glugga í þetta mikla rit og lesa valin kaflabrot úr ritinu.

Ekki er loku fyrir það skotið að gluggað verður í gömul eintök af Áróðri og fyrrum trommuleikari sem síðar varð þekktur fyrir allt annað verði kynntur til sögunnar.

Aðventukvöldið hefst stundvíslega kl.20:00 og stendur svo lengi sem magamál leyfir kökur og súkkulaði.