Veiðileyfaumsókn

Veiðileyfaumsókn 2018 – 10. janúar til 24. janúar

Þau veiðisvæði sem félagsmönnum standa til boða í forsölu 2018 eru; Hlíðarvatn í Selvogi, Laugardalsá, Ytri-Rangá og Eystri-Rangá. Opið verður fyrir umsóknar frá og með 10. janúar til og með 24. janúar.

Vinsamlegast kynnið ykkur vel úthlutunarreglur Ármanna áður en sótt er um. Reglurnar má finna hér. Umsóknum er hægt að skila rafrænt hér að neðan eða skriflega í Árósa á þar til gerðu eyðublaði sem sækja má hér.

Hlíðarvatn í Selvogi

Verð í maí og júní virka daga (þrjár stangir): 5.500,- pr. stöng á dag (ATH. 1.maí og 10.júní ekki til úthlutunar)
Verð í maí og júní um helgar (þrjár stangir): 6.500,- pr. stöng á dag (ATH. 1.mai og 10.júní ekki til úthlutunar)
Verð í júlí, ágúst og sept. virka daga (þrjár stangir): 2.500,- pr. stöng á dag
Verð í júlí, ágúst og sept. um helgar (þrjár stangir): 4.500,- pr. stöng á dag

Laugardalsá, laxveiði

Verð 30. júní til 2. júlí (tveir dagar, þrjár stangir): 45.000,- pr. stöng á dag
Verð 2. júlí til 4. júlí (tveir dagar, þrjár stangir): 50.000,- pr. stöng á dag
Verð 4. júlí til 6. júlí (tveir dagar, þrjár stangir): 60.000,- pr. stöng á dag
Verð 29. ágúst til 2. sept. (þrír dagar, tvær stangir): 70.000,- pr. stöng á dag
Verð 4. sept. til 6. sept. (þrír dagar, tvær stangir): 70.000,- pr. stöng á dag

Ytri-Rangá, silungasvæði

Verð 1. apríl til 15. sept. (sex stangir): 10.000,- pr. stöng á dag

Eystri-Rangá, laxveiði

Verð 15. júní til 26. júní (þrjár stangir): 45.000,- pr. stöng á dag