Léttvæg veiðileyfakynning

Í kvöld,  10. janúar kl.20:00 – á milli lægða, verður léttvæg veiðileyfakynning á þeim svæðum sem Ármenn hafa upp á að bjóða þetta árið.

Umsóknaraðferðirnar eru tíundaðar í síðasta Áróð en hann má finna hér á vefnum. Einnig verður farið yfir þær á kynningunni ef þörf er á. Og það er kannski ekki úr vegi að minnast á það að eindagi árgjalds er einmitt í dag. Unnið verður úr umsóknum þeirra sem skuldlausir eru.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vefnum, en þeim sem vilja skila inn skriflegri umsókn er bent á að formið má nálgast hér á heimasíðunni okkar, prenta út og skila inn um bréfalúguna eða til stjórnar- eða húsnefndarmanna þau kvöld sem opið er í Árósum fram til 24. janúar, en þá rennur umsóknarfresturinn út.