Aðgerðarlisti Ármannsins

Sumar vikur höfum við bara meira að gera en aðrar og næsta vika gæti alveg verið ein svoleiðis.

Þá er gott að lista upp allt sem þarf að koma í verk og vinna síðan skipulega og krossa út jafn óðum og eitthvað er klárað.  Svona gæti listinn td. litið út.

  • 22. janúar kl. 20:00 – Skegg og skott – Púpur.
  • 23. janúar kl. 12:00 – Árgjaldið – er ekki örugglega búið að greiða árgjaldið? Eru ekki allir félagarnir í hópumsókn veiðileyfa skuldlausir?
  • 24. janúar kl. 23:59 – Opið hús í Árósum. Síðasti dagur í forúthlutun. Skila inn veiðileyfaumsókn fyrir miðnætti. Og skrá sig á þorrablótið ef það er ekki þegar búið.
  • 25. janúar kl. 20:00 – Allra, allra síðasti séns að skrá sig á þorrablótið.
  • 27. janúar kl. 20:00 – Þorrablót Ármanna.

Stjórnin