Hnútar draga að

Góð mæting var á opið hús Ármanna um hnúta síðasta miðvikudagskvöld.

Stefán Bjarni Hjaltested var með sýnikennslu þar sem farið var yfir ýmsa hnúta, kosti þeirra og galla og við hvaða aðstæður þeir hentuðu best. Óhætt er að fullyrða að Stefán er einn reynslumesti fluguveiðimaður landsins og var fróðlegt að sjá hvaða hnúta hann notar og hvernig smávægileg trix geta aukið lífið í hegðun flugunnar eða auðveldað veiðimanninum línustaggl við bakkann. Auk Stefáns deildu aðrir reynsluboltar af visku sinni.

Má ætla að flestir hafi lært eitthvað nýtt, og jafnvel eitthvað gagnlegt sem þeir geta tileinkað sér.

Opnu hús Ármanna eru að jafnaði öllum opin og er áhugasömum velkomið að líta við. Dagskránna má sjá með því að smella hér.

Stjórnin