Laxárkynning

Miðvikudagskvöldið 7. febrúar var bryddað upp á nýjum dagskrárlið í vetrarstarfi Ármanna sem hefur fengið nafnið Veiðistaðurinn minn. Hingað til hafa veiðistaðakynningar Ármanna beinst að þeim svæðum sem félagið hefur boðið félögum sínum, en með þessum kynningum er ætlað að kynna önnur vinsæl veiðisvæði félaga eða áhugaverða kosti í stangveiði.

Það voru þeir félagar Hjálmar Sæbergsson og Hjörtur Oddsson sem riðu á vaðið og héldu hreint út sagt bráðskemmtilega kynningu á sínum uppáhalds veiðistöðum í Laxá í Mývatnssveit. Það er óhætt að segja að áhugi veiðimanna var mikill og einbeittur þetta kvöld í Árósum og ekki annað að sjá en þeir tæplega 30 sem sóttu kynninguna hafi skemmt sér hið besta.

 

Með góðfúslegu leyfi þeirra félaga höfum við sett kynninguna hér inn á vefinn fyrir þá sem misstu af. Athugið að smella á [ ] táknið fyrir fulla upplausn.