Messufall í kvöld, 21. febrúar

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur áður boðuð dagskrá kvöldsins, Veiðistaðurinn minn – félagar drepa niður fæti á nýjum slóðum niður í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. febrúar.

Næsti liður á dagskrá í Árósum er Skegg og skott – Febrúarflugukvöld, mánudaginn 26. febrúar og þar mun góður gestur kynna landsþekkta flugu eða flugur og skeggræða við gesti kvöldsins. S.l. mánudagskvöld var mjög góð stemning í Árósum þegar Kjartan Antonsson kynnti, spjallaði um og leyfði gestum að spreyta sig á að hnýta Zeldu.