Aðalfundur Ármanna 7. mars 2018

Boðað er til aðalfundar Ármanna miðvikudaginn 7. mars 2018 kl. 20 í Árósum, Dugguvogi 13, 104 Reykjavík.

Dagskráin er eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Fundargerð síðasta fundar
  3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda
  4. Endurskoðaðir reikningar
  5. Lagabreytingar
  6. Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds
  7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  8. Önnur mál

Í lögum Ármanna segir um aðalfund (4 kafli. 14 grein):

Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. mars ár hvert. Stjórn félagsins boðar til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með auglýsingu í Áróði, á heimasíðu félagsins eða með öðrum tryggum hætti. Aðalfundur er lögmætur sé hann löglega boðaður. Tillögur til lagabreytinga og stjórnarkjörs skulu afhentar stjórninni skriflega fyrir 15. janúar og sendir stjórnin félagsmönnum þær með fundarboði. Ekki verða greidd atkvæði um aðrar tillögur til lagabreytinga en þær sem sendar eru með fundarboði og breytingartillögur við þær. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins skulu liggja frammi í eina viku fyrir aðalfund. Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar.

Kjósa skal einn nýjan stjórnarmann. Úr stjórn gengur Eiríkur Stefánsson.

Tillaga stjórnar um nýjan stjórnarmann: Jón Viðar Óskarsson.

Til áframhaldandi stjórnarsetu gefa kost á sér: Garðar Þór Magnússon, Gestur Traustason, Hjalti G. Hjartarson, Kjartan Orri Ingvason, Sæmundur Bjarnason og Kristján Friðriksson situr áfram sem formaður.

Aðrar tillögur um stjórn eða lagabreytingar hafa ekki komið fram.