Febrúarflugukvöld 26.febrúar

Mánudaginn 26. febrúar bregða Febrúarflugur ekkert út af vananum og þá verður fjórða Febrúarfluguköldið í Árósum þetta árið. Á staðinn mætir Sigurður Héðinn (Siggi Haugur) með aldamótafluguna Hauginn. Hver veit nema aðrir fjölskyldumeðlimir mæti einnig því Haugurinn á sér systur sem heitir Von, náfrænda sem nefnist Gosi og eitthvað er Skuggi líka tengdur fjölskyldunni.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og hnýtarar hvattir til að taka með sér tól og tæki, smella í eins og eina eða fleiri flugur því það er alltaf tími fyrir flugu.

Á miðvikudaginn höldum við síðan uppskeruhátíð í Árósum með sérstaklega góðum gesti sem allir áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar þekkja, meira um það síðar.