Hlíðarvatnsflugan 2018

Á lokakvöldi Febrúarflugna sem haldið var í Árósum þann 28. febrúar kunngjörði dómnefnd sem skipuð var stjórn Ármanna, utan formanns, um val sitt á Hlíðarvatnsflugunni 2018. Flugan var valin úr hópi þeirra 523 flugna sem komu fram í Febrúarflugum 2018 sem Ármenn voru styrktaraðili að.

Hlíðarvatnsflugan 2018

Flugan sem valin var er framlag Steinars Vignis Þórhallssonar sem hlýtur fría ársaðild að Ármönnum að launum. Eins og nærri má geta var dómnefnd vandi á höndum að velja eina flugu úr þeim fjölda sem fram komu í Febrúarflugum, en haft var að leiðarljósi að velja nýstárlega flugu sem skæri sig úr þeim þekktu Hlíðarvatnsflugum sem þegar eru til, en þó þeim kostum búin að þykja líkleg til árangurs í höfuðvígi Ármanna, Hlíðarvatni í Selvogi.

 

Hægt er að skoða úrslitaflugurnar hér