Byrjendanámskeið í mars – fullbókað

Vinsamlegast athugið að fullbókað er á námskeiðið í mars. Skráning hafin á apríl námskeið, sjá hér.

Ármenn í samstarfi við Hjörleif Steinarsson standa fyrir byrjendanámskeiði í fluguhnýtingum í mars. Leiðsögn á námskeiðinu verður í höndum Hjörleifs en hann hefur áratuga reynslu af fluguhnýtingum, kennt á fjölda námskeiða og annast veiðileiðsögn til fjölda ára.

Námskeiðið er sniðið að byrjendum og markmið þess er að nemendur kynnist helstu efnum og áhöldum til fluguhnýtinga, ásamt því að ná tökum á grundvallaratriðum púpu og straumfluguhnýtinga. Jafnframt kynnast nemendur lauslega hnýtingum laxaflugna, en að öllu jöfnu ná nemendur að hnýta 10 – 12 flugur á námskeiðinu.

Námskeiðið stendur þrjú kvöld, 2 klst. í senn dagana 20. mars, 22.mars og 23.mars. Námskeiðið hefst kl. 19:00 öll kvöldin. Námskeiðsgjald er kr. 10.000,- og innifalið í því er aðgangur að nauðsynlegum tækjum og tólum ásamt öllu efni til fluguhnýtinga.

Lágmarks fjöldi nemenda eru þrír en að hámarki fimm þannig að tryggt sé að allir fái notið leiðsagnar Hjörleifs. Þar sem óvíst er að námskeiðið verði endurtekið í bráð, eru áhugasamir hvattir til að skrá sig hér að neðan sem fyrst. Skráningarfrestur er til 18. mars og nemendum verður sendur tölvupóstur til staðfestingar á þátttöku eigi síðar en 19.mars.