Næsta vika

Á mánudaginn verður Skegg og skott, hnýtingarkvöld Ármanna á sínum stað kl.20:00 í Árósum. Þema kvöldsins er túbur og þá fara nú einhverjir laxmenn á kostum við þvingurnar.

Á miðvikudaginn er síðan aðalfundur Ármanna 2018. Rétt er að taka fram að Ársreikningur 2017 liggur frammi í Árósum til kynningar eins og lög gera ráð fyrir. Það er því tilvalið fyrir menn að kíkja á Skegg og skott á mánudaginn, renna yfir Ársreikninginn og vera klárir fyrir aðalfundinn á miðvikudaginn. Nýir félagsmenn eru hvattir til að mæta, kynna sig og sjá aðra.