Ógreidd veiðileyfi – aðvörun!

Ágætu félagar,

Nú er eindagi veiðileyfa liðinn.

Hvetjum við þá sem eiga enn ógreidd leyfi að ganga frá greiðslu sem allra fyrst. Bráðlega verða ÖLL ÓGREIDD LEYFI FELLD ÚR GILDI og þær stangir sem þannig losna boðnar félögum til kaups áður en þær verða settar í almenna sölu.

Kröfur voru sendar í heimabanka í síðasta mánuði og ættu að vera sýnilegar þar ef ógreiddar. Ef einhverjar spurningar eru um ógreidd leyfi þá vinsamlegast sendið þær á armenn@armenn.is

Það er þvert á vilja stjórnar að þurfa að fella leyfi úr gildi og því hvetjum við alla að ganga frá greiðslum sem allra fyrst.

 

Stjórnin