Aðalfundur 2018

Miðvikudaginn 7. mars kl 20:00 verður haldinn aðalfundur félagsins í okkar dásamlega félagsheimili að Dugguvogi 13.

Á dagskrá eru venjulegu aðalfundastörf, skýrsla, kosningar, reikningar, almennt veiðimannablaður og raus og ekki má gleyma veitingunum.
Alltaf er veglega boðið á aðalfundi og hefur formaður vor tilkynnt að meðal annars verði í boði kleinur, bæði venjulegar og óvenjulegar ásamt gamla góða kexinu sem svíkur engan. Kannski mun ársreikningur gefa til kynna aukið svigrúm til aukinna kræsinga – eða ekki.

– Stjórnin