Framvatnakvöld 14.mars

Framvatnakvöld Ármanna þann 14.mars

Í Dómadal

Miðvikudaginn 14.mars verður árlegt Framvatnakvöld Ármanna í Árósum, Dugguvogi 13 kl.20:00  Að vanda verður farið yfir helstu veiðistaði, rýnt í aflatölur síðasta árs, ástand fiskistofna og fiskirækt í vötnunum og auðvitað spáð í spilinn fyrir næsta sumar.

Þeim sem ekki þekkja til vatnanna er bent á upplýsingar um þau hér á heimasíðu Ármanna og munið að greitt árgjald jafngildir veiðileyfi í öllum vötnunum sumarið 2018.

Nýjir félagar sem ekki hafa haft kynni af svæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta. Auðvitað verður kaffi á könnunni og eitthvað til að maula á boðstólum.