Framvatnakynning

Árlegt Framvatnakvöld Ármanna var haldið miðvikudaginn 14. mars og var mæting með besta móti. Formaður Ármanna, Kristján Friðriksson fór nokkrum orðum um vötnin sunnan Tungnaár, Framvötn eins og þau eru nefnd í daglegu tali.

Stemmingin í salnum var góð og margir fundarmenn sem búa að reynslu af vötnunum höfðu ýmislegt nytsamt og skemmtilegt til málanna að leggja.

Eins og þeir sem til þekkja vita, þá eru Framvötn annað af tveimur föstu veiðisvæðum Ármanna og félagsaðils að Ármönnum veitir sjálfkrafa heimild til veiði á svæðinu. Miðvikudaginn 28. mars verður síðan árlegt Hlíðarvatnskvöld Ármanna og búast má við fjölmenni að vanda það kvöld.

Glærurnar frá kvöldinu má skoða hér að neðan.  Athugið að smella á [ ] táknið fyrir fulla upplausn.