Skegg og skott 19.mars

Að vanda verður Skegg og skott, hnýtingarkvöld Ármanna haldið mánudaginn 19. mars. Að þessu sinni verður þema kvöldsins laxaflugur.

Ósagt skal látið hvort einhver smelli í flugu eins og þá sem er hér til hliðar, en eins víst er að það verða einhverjar fengsælar og fallegar flugur sem koma úr þvingum Ármanna og gesta þetta kvöld.

Kaffi og kruðerí eins og venjulega á boðstólum og húsið opnar kl.20:00