Opið hús 21. mars

Fyrir þá sem ekki hafa hug á að heimsækja Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður í Háskólabíói á miðvikudaginn, verður auðvitað opið hús í Árósum Ármanna eins og venjulega frá kl.20:00

Ekki verður um formlega dagskrá að ræða þetta kvöld í Árósum, en hingað til hefur heldur ekki þurft formlega dagskrá hjá Ármönnum þannig að þeir skemmti sér í smærri eða stærri hóp. Væntanlega verður heitt á könnunni og eflaust leynist einhver kexmulningur enn í kotinu.