Skegg og skott 26.mars

Þeir sem enn hafa ekki fyllt á öll boxin sín fyrir næsta sumar ættu ekki að láta mánudagskvöldið 26. mars framhjá sér fara. Þó hnýtingarkvöldin í vetur hafi verið mörg og vel sótt hjá Ármönnum líkt og undanfarin ár, þá hleypur yfirleitt aukinn kraftur í hnýtarana svona rétt fyrir vertíðina.

Það gæti því orðið handagangur í öskjunni í Árósum, þegar menn hnýta í kapp við dagatalið, þá verða jú aðeins fimm dagar til þess að menn hlaupi apríl og baða fyrstu flugurnar.

Það er víst óþarfi að nefna það, en auðvitað verður heitt á könnunni og eflaust eitthvað kex á boðstólum og allir velkomnir.