Veiðistaðurinn minn: Svartá í Bárðardal

Ármenn eru fullir bjartsýni að baráttan fyrir verndun Svartár í Bárðardal beri tilætlaðan árangur og því höfum við beðið Baldur Sigurðsson og Sigbjörn Kjartansson um að koma í Árósa, miðvikudaginn 11. apríl og kynna fyrir okkur þessa veiði- og náttúruperlu sem þeir svo ötullega standa vörð um innan Verndarfélags Svartár og Suðurár.

Svartá í Bárðardal er þekkt fyrir ótrúlega frjósemi sem fóstrar einstaklega fjölbreytt lífríki og ekki skemmir að umhverfi árinnar er hreint með ólíkindum fagurt á að líta.

Það verður örugglega áhugaverð kynning sem á borð verður borin í Árósum af þeim félögum miðvikudaginn 11. apríl kl. 20:00 og Ármenn leggja til kaffi og meðlæti að vanda. Allir unnendur náttúruperla og stórkostlegra veiðiáa eru boðir velkomnir.