Skegg og skott 16.apríl

Er vorið komið? Það er spurningin sem allir spyrja sig þessa dagana og þótt vorið láti mögulega á sér standa einhvers staðar, þá er örugglega kominn tími á vorflugur. Ef ekki fullþroska, þá á lirfustigi sem allir þekkja sem Peacock.

Skegg og skott verður að vanda á mánudaginn, þremur dögum fyrir sumar og ekki seinna vænna heldur en hnýta nokkrar vorflugur á ýmsum þroskastigum.

Ætli það verði kaffi á boðstólum? Já, húsnefnd Árósa klikkar ekki á mánudaginn frekar en aðra daga.