Vorblót Ármanna 21.apríl

Vorblót Ármanna verður haldið laugardaginn 21. apríl kl.14:00 í Árósum, Dugguvogi 13.

Að venju verða borð hlaðin hnallþórum, pönnukökum og öðru gúmmelaði á Vorblóti Ármanna. Skemmtiatriði, utan félagsskapar Ármanna, verður að venju hið geysispennandi og margrómaða happadrætti Ármanna.

Velunnarar félagsins hafa lagt okkur til fjöldann allan af glæsilegum vinningum sem falla heppnum miðaeigendum í skaut. Miðaverði verður auðvitað stillt í hóf og gestum gert sérstaklega auðvelt fyrir að tryggja sér miða með þar til gerðri kortavél sem verður á staðnum.