Veiðileyfi farin í póst… tölvupóst

Búið er að senda út veiðileyfi sem voru veitt í úthlutun og í sölu eftir úthlutun.

Í ár hefur farið fram talsverð tilraunastarfsemi til að auðvelda leyfissölu og lágmarka kostnaðinn fyrir félagið. Eitt af því er að nú eru leyfi send í tölvupósti og gildir pósturinn ásamt félagsskírteini og skilríki sem leyfi á veiðistað. Það er nóg að hafa leyfið í snjallsímanum, en auðvitað má líka prenta út og hafa með sér.

Ef þú ert ekki búin að fá leyfi sem þú áttir von á skaltu byrja á að skoða ruslsíuna í póstforritinu (Junk Mail í Outlook). Ef ekkert leynist þar sendu okkur línu á armenn@armenn.is þar sem þú lætur okkur vita hvaða póstfang þú vilt fá leyfið (og annan póst) á.

Bráðlega fara lausar stangir í sölu á leyfi.is

Stjórnin