Veiðileyfi og félagsskírteini

Veiðileyfi Ármanna við Hlíðarvatn eru nú komin í almenna sölu á LEYFI.IS  Eins og fram hefur komið er maí að fullu seldur og þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar, dagarnir í júní sem eru óseldir. Töluvert er laust af dögum í júlí, ágúst og september en vert að vekja athygli á að þá mánuði er umtalsvert lægra verð á leyfum en aðra mánuði.

Af óviðráðanlegum ástæðum tefst útsending félagsskírteina fyrir 2018 um einhverja daga, en þau munu örugglega berast félagsmönnum áður en fært verður inn að Framvötnum þar sem félagsmenn fá afhent veiðileyfi gegn framvísun skírteinisins, sér að kostnaðarlausu.