Þau eru farin …..

Þau eru farin í póst, félagsskírteini Ármanna fyrir 2018. Að þessu sinni eru skírteinin með örlítið nýju sniði sem gæti komið á óvart þegar þau berast félagsmönnum á næstu dögum. Útlit þeirra hefur verið poppað upp og á þau er nú prentaður sérstakur kóði sem stjórn félagsins vonast til að geta virkjað sem rafræna auðkenningu félagsmanna á komandi vetri. Miklu meira um það síðar.

Vert er að geta þess að óvenju fá kort mæta afgangi þetta árið og er það til marks um góð skil félagsgjalda. Það er samt alls ekki of seint fyrir þá 17 félaga sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir að 2018 að fá sérmerkt félagsskírteini Ármanna sent inn um bréfalúguna. Einfaldast er að greiða kröfu sem ætti að finnast í heimabankanum, en það má einnig millifæra félagsgjaldið (10.000 kr.) inn á reikning 0111-26-501108 kt. 641176-0289.

Fyrir utan að vera prýðilegt veskjaskraut er félagsskírteini Ármanna einnig aðgöngumiði að 12 vötnum að Fjallabaki, Framvötnum og tryggir félagsmönnum líka afslátt hjá vildarvinum Ármanna; Árvík – JOAKIM‘S – Veiðihorninu, Veiðivon og Vesturröst.