Framvatnaferð 23. – 24. júní

Framvatnaferð Ármanna – 2018 verður 23. – 24. júní

Uppfært 13.6.2018: Stefnt er á Framvatnaferð Ármanna helgina 23. – 24. júní.

Sérstaklega skal tekið fram að skráningar í þessa ferð er ekki þörf nema fyrir þá sem hyggjast nýta sér gistingu í skála sem tekin hefur verið frá fyrir okkur. Skráning í gistingu er hér neðst á síðunni.

Mikill áhugi félagsmanna á Framvötnum endurspeglaðist vel á kynningakvöldinu í vetur sem leið og því eins víst að margir hyggja á veiðar í óbyggðum í sumar. Þeim sem ekki þekkja vel til er bent á að töluvert efni er til um svæðið m.a. kort og veiðistaðalýsingar bæði hér á vefnum og á FOS.IS