Vantar þig félagsskírteini?

Einhver brögð hafa verið að því að félagsskírteini ársins hafi ekki enn borist félögum þetta árið (þau voru póstlögð 8.maí). Þeir sem ekki hafa fengið skírteini eru beðnir um að senda tölvupóst á félagið eða nýta sér skilaboðaskjóðuna hér á heimasíðunni okkar og láta stjórn félagsins vita.
 
Ný skírteini verða útbúin á næstu dögum, bæði fyrir nýja félaga og þá sem enn hafa ekki fengið skírteini. Þegar hefur 12 skírteinum sem send voru á ‘úrelt’ heimilisföng verið komið til skila, en ef félagsmenn hafa skipt um aðsetur þá væri það vel þegið að fá upplýsingar um nýtt heimilisfang því ekki er víst að öllum óafhentum skírteinum sé skilað til félagsins.