LEYFI.IS liggur enn niðri

Því miður liggur söluvefurinn LEYFI.IS niðri um þessar mundir vegna bilunar. Vonir sem bundnar voru við að vefurinn kæmist í loftið í byrjun vikunnar hafa brostið. Stjórn Ármanna vinnur nú að því að fá upplýsingar um óselda daga félagsins í Hlíðarvatni og við munum að öllum líkindum setja þá hér inn á heimasíðuna okkar og auglýsa í hópi félagsmanna á Facebook og opnu síðunni okkar þar.

Við biðjumst afsökunar á þessum vandræðum, en við þessu var víst ekkert að gera þar sem bilun kom upp í nokkuð öldruðu umsjónarkerfi LEYFi.IS sem ekki hefur tekist að lagfæra.