Veiðar á tækniöld

Hver þekkir ekki facebook, snapptjatt, twitter, tinder og hvað þetta heitir allt? En veistu hvað Angling iQ er?

Á morgun, miðvikudaginn 28. október kl 20:00 fáum við sérlega skemmtilega kynningu til okkar í Árósa en þá verður kynnt smá- eða snjallforritið Angling iQ sem nokkrir þekktir veiðimenn standa að.
Hvað er Angling iQ? Nú þetta er símaforrit sem veiðimaður getur notað til að skrá veiði sína, haldið utan um veiðistaði, deilt myndum af góðum feng milli veiðifélaga sinna nú eða tékkað á stöðunni á þeim þegar þeir eru að veiða og þú þarft að vera heima að vaska upp eða eitthvað og svo margt, margt fleira.

Í dag eru allir með svokallaða snjallsíma 🙂 og því ekki að nota þá í þetta?

Sjáumst annaðkvöld klukkan átta.